fbpx
Category

iPad

Category

Camera+ á iPadCamera+ hefur verið eitt vinsælasta myndavélaforritið í App Store frá því það kom út, og þegar þetta er ritað þá hefur meira en 9 milljón eintökum af iPhone útgáfunni verið halað niður.

Þar sem að margir, einkum ferðamenn, nota myndavélina á iPadinum sínum talsvert mikið þá sáu þeir hjá X sig knúna til að gera iPad útgáfu af forritinu sínu.

Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.

Fyrr í sumar bárust fregnir af því að Facebook væri að undirbúa nýtt og hraðara forrit, og í gær kom uppfærsla á forritinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Google Chrome iOSiOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.

Ef þú notar Google Chrome á tölvunni þinni þá geturðu stillt saman (e. sync) vafrið, þannig að ef þú ert að skoða síður á tölvunni, þá geturðu haldið áfram þar sem frá var horfið í iPhone, iPod Touch eða iPad.

iPadMeð auknum vinsældum iPad spjaldtölvunnar, þá eru sífellt fleiri notendur eingöngu að nota skjályklaborð tölvunnar í stað hefðbundins lyklaborðs (þótt vert er að benda á að hægt er að tengja Bluetooth lyklaborð við iPad). Í eftirfarandi myndbandi er farið út í ýmis ráð til að slá inn texta og tákn hraðar en ella.

Hér á síðunni höfum við farið út í sum þessara ráða, t.d. hvernig maður skrifar íslenskan texta á leifturhraða, auk þess hvernig maður skiptir upp lyklaborðinu á iPad sem keyrir iOS 5. Auk ofangreindra ráða þá eru fimm til viðbótar sem hægt er að sjá í myndbandinu fyrir neðan