fbpx
Category

iOS

Category

Pingdom merkiðEf þú ert vefstjóri á síðu, einni eða fleiri, þá getur verið skelfilegt að lenda í því að þú skreppur í bíó, kemur heim, og sérð þá að síðan þín er búin að vera niðri í 2-3 tíma. Pingdom er reyndar ekki svo gott að það komi í veg fyrir að síðan hrynji, en þjónustan kannar með reglulegu millibili hvort síðan þín sé uppi.

Ef Pingdom sér að síðan liggur niðri, þá færðu tilkynningu um hæl, ýmist í tölvupósti, sms-i, eða með tilkynningu í iPhone eða Android forritinu þeirra.

Fyrr í vikunni greindum við frá því að pod2g hefði tekist að jailbreak-a bæði iPhone 4S og iPad 2, en að það ætti eftir að setja jailbreak-ið saman í forrit sem fyrir einstaklinga svo þeir gætu sjálfir framkvæmt jailbreak á tækjum sínum.

2 dögum síðar er untethered jailbreak komið fyrir iOS tæki með A5 örgjörva (þ.e. iPhone 4S og iPad 2). Forritið var gert af Chronic Dev Team og hefur fengið heitið Absinthe, en svokallað stjörnulið iPhone hakkara vann að því að búa til þetta untethered jailbreak. Jailbreak-ið kemur því ekki út í formi RedSn0w, Sn0wbreeze eða PwnageTool útgáfu eins og venjulega (ekki er þó loku fyrir það skotið að slík útgáfa komi út síðar).