Hakkarann pod2g þekkja flestir sem hafa fylgst náið með iOS 5 jailbreak fréttum, en hann er fremstur í flokki þeirra sem hafa unnið að því að búa til untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1.

Fyrst tókst honum að gera jailbreak fyrir öll tæki nema iPhone 4S og iPad 2, og nú hefur hann gert gott betur en hann hefur nú náð að framkvæma untethered jailbreak á iPhone 4S og iPad 2 með iOS 5.0.1.

Í eftirfarandi myndbandi má sjá pod2g sýna iPhone 4S síma, sem búið er að jailbreak-a. Ekki er búið að setja jailbreak-ið saman í forrit sem notendur geta keyrt, en það mun koma fyrr en síðar ef marka má heimasíðu pod2g, og þá verður hægt að jailbreaka bæði iPhone 4S og iPad 2 (auk annarra iOS tækja).

Að neðan má svo sjá eina einfalda mynd sem pod2g tók af jailbreak-uðum iPad á síðunni sinni:

Author

Write A Comment