fbpx

Ef þú átt iPad og tekur oft góðan YouTube hring á honum, annaðhvort sjálfur eða með vinum og vandamönnum, þá getur það verið heldur leiðinlegt að þurfa að stoppa á milli myndbanda, velja annað, láta það hlaðast og hefja svo spilun á ný. Nowbox tæklar þetta vandamál nokkuð vel, og gerir áhorf YouTube myndbanda bæði þægilegra og skemmtilegra. Forritið er ókeypis, þannig að það sakar ekki að prófa.

Með Nowbox er hægt að búa til nokkurs konar dagskrá eða röð af myndböndum, svo þú getir horft mörg myndbönd samfleytt án þess að einhver pása sé á milli myndbanda. Ef þú ert svo með Apple TV tengt við sjónvarpið þitt þá geturðu varpað myndinni upp á sjónvarpinu með AirPlay. Ef YouTube eitt og sér nægir þér ekki, þá geturðu einnig skoðað hvaða myndböndum fólk er að deila á Facebook og Twitter og horft á í Nowbox.

Þegar þú ræsir forritið í fyrsta sinn, þá velurðu hvaða flokka þú hefur áhuga á, og í kjölfar þess þá finnur forritið myndbönd þér við hæfi og
gefur þér kost á að gerast áskrifandi að ýmsum YouTube rásum. Síðan þegar forritið er í notkun þá jafnast það nánast á við að þú sért að horfa á samfellda sjónvarpsdagskrá, þar sem sáraeinfalt er að skipta á milli YouTube rása og setja myndbönd upp þannig að þau spilist samfellt. Til þess að deila myndbandi á Facebook eða Twitter þá smellirðu einfaldlega á hjartað uppi í hægra horninu, og þá birtist lítill gluggi til þess að þú getir deilt myndbandinu.

 

[nggallery id=3]

Avatar photo
Author

Write A Comment