fbpx
Category

Fréttir

Category

Google merkið

Bandaríska tæknifyrirtækið Google stefnir nú á opnun verslana undir merkjum fyrirtækisins síðar á árinu.

Með því hyggst Google koma vörum fyrr í hendur viðskiptavina sinna. Staðan í dag er sú að notendur sjaldnast prófað eða skoðað Google vörur í verslunum, heldur þurfa að láta sér nægja að panta þær af netinu.

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er að íhuga gerð snjallúrs samkvæmt heimildum New York Times. Blaðið greindi frá því að Apple hefði íhugað framleiðslu úrsins árið 2011, en sett verkefnið á ís af ónefndum ástæðum.

Apple úrið myndi nýta sér Bluetooth 4.0 þráðlausa tækni til að tengjast iPhone síma, sem gæti m.a. sýnt skilaboð og tölvupóst án þess að taka þyrfti símann úr vasanum. Snjallúrið myndi vera gert úr sveigjanlegu gleri, og myndi keyra iOS stýrikerfið.

Fyrir skömmu síðan gerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu internet tröll að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni. Hjá tröllum (eða þeim sem trolla eins og það er kallað í daglegu tali) er markmiðið að sannfæra gagnaðilann um að þú sért einlægur í hugsun varðandi skoðun eða málstað sem er fjarstæðukenndur, í þeirri von að gagnaðilinn æsist við það.

Vefsíðan BestPsychologySchoolsOnline, bjó til eftirfarandi skýringarmynd, sem gerir heiðarlega tilraun til að skýra þankagang tröllanna fyrir saklausum netverjum.

Mac Pro

Mac Pro borðtölvan frá Apple mun fara af Evrópumarkaði frá og með 1. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir brotthvarfi tölvunnar er ekki vegna óvinsælda hennar, heldur vegna þess að tölvan uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar frá Evrópusambandinu sem tekur gildi eftir tæpan mánuð.