fbpx
Apple snjallúr
Á myndinni má sjá hugmynd hönnuðarins Antonio DeRosa um hvernig úrið gæti litið út.

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er að íhuga gerð snjallúrs samkvæmt heimildum New York Times. Blaðið greindi frá því að Apple hefði íhugað framleiðslu úrsins árið 2011, en sett verkefnið á ís af ónefndum ástæðum.

Apple úrið myndi nýta sér Bluetooth 4.0 þráðlausa tækni til að tengjast iPhone síma, sem gæti m.a. sýnt skilaboð og tölvupóst án þess að taka þyrfti símann úr vasanum. Snjallúrið myndi vera gert úr sveigjanlegu gleri, og myndi keyra iOS stýrikerfið.

Þeir sem vilja fá einhverja hugmynd um hvaða tilgangi svona snjallúr muni þjóna geta horft á myndband hér fyrir neðan sem sýnir snjallúrið Pebble í notkun, en tækniunnendur víða um heim bíða nú spenntir eftir að það komi út.

Pebble safnaði 3,4 milljónum dala í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter, sem frumkvöðullinn Eric Migovsky sagði að hefði farið fram úr sínum björtustu vonum.

Avatar photo
Author

Write A Comment