Sex ár eru liðin frá því að Steve Jobs steig á svið og kynnti iPhone símann til sögunnar. Síminn kostaði $499 dollara (30.000 krónur, enda bandaríkjadollarinn þá í 60 krónum) og vakti heimsathygli. Fáa grunaði þó að síminn myndi hafa þessi gífurlegu áhrif á farsímamarkaðinn eins og raun varð á.
Microsoft sendi öllum notendum Microsoft Messenger þjónustunnar póst í gær, og greindi þeim frá því að þjónustan verði ekki í…
Nadav Nirenberg er 27 ára Bandaríkjamaður sem býr í New York borg. Fyrir fáeinum dögum lenti hann í martröð hvers snjallsímaeiganda þegar símanum hans var stolið.
Stuttu eftir þjófnaðinn komst Nadav að því að þjófurinn ætlaði ekki einungis að stela símanum hans heldur einnig tækifærinu til að hitta draumaprinsessuna.
Literally Unbelievable er Tumblr síða sem sýnir Facebook færslur frá fólki sem heldur að grínfréttamiðilinn The Onion sé að flytja…
Síðasta vefsíða vikunnar á þessu herrans ári 2012 er ListenToYouTube.
ListenToYouTube gerir notendum kleift að slá inn vefslóðir YouTube myndbanda, og vefsíðan tekur svo hljóðið úr viðkomandi myndbandi og gefur þér kost á að sækja hann sem mp3 skrá.