fbpx

Gigabit Wi-Fi

Talið er að Apple sé nú að semja við netkortaframleiðandann Broadcom um framleiðslu á netkortum sem styðja þráðlausa dreifingu eftir IEEE 802.11ac staðlinum, og gengur í daglegu tali undir nafninu 5G Wi-Fi.

Með 5G Wi-Fi mun flutningsgetan á þráðlausum staðarnetum aukast gífurlega, en hámarkshraði á 802.11n beinum (e. router) í dag er 450Mbps. Áætluð flutningsgeta 5G Wi-Fi er talin vera 1,3Gbps.

Flestir beinar á íslenskum markaði í dag eru með fræðilega flutningsgetu sem nemur 300Mbps (37,5 MB/s) en raunhraði notenda er oftast langt því frá að vera svo mikill. Með Gigabit Wi-Fi má gera ráð fyrir að flutningshraði notenda jafnist á við þegar menn tengja tölvur sínar við beininn sinn með Ethernet snúru.

Avatar photo
Author

Write A Comment