fbpx

Vefsíða vikunnar: Listen To YouTube

Síðasta vefsíða vikunnar á þessu herrans ári 2012 er ListenToYouTube.

ListenToYouTube gerir notendum kleift að slá inn vefslóðir YouTube myndbanda, og vefsíðan tekur svo hljóðið úr viðkomandi myndbandi og gefur þér kost á að sækja hann sem mp3 skrá.

Þær mp3 skrár sem ListenToYouTube útbýr eru ekkert í hæsta gæðaflokki, þannig að við mælum ekki með því að einstaklingar reiði sig á síðuna til að fylla tónlistarspilarann  af lögum.

Ath! Það getur verið nokkur vandi að forðast villandi auglýsingar. Lykilatriðið er, þegar maður er búinn að nota síðuna og breyta yfir í mp3, að smella á lítinn „Click here to get your Download Link“ sem geymir mp3 skrána, en ekki stóran Download hnapp sem sést neðar á skjánum. Sjá dæmi um muninn á meðfylgjandi mynd.

ListenToYouTube download

Avatar photo
Author

Write A Comment