Aðdáendur Android stýrikerfisins gleðjast eflaust yfir þeim fregnum að Samsung Galaxy S III komi í apríl, en margir bíða eftir símanum með mikilli eftirvæntingu. Talið er að Galaxy S III komi með 4.8 tommu HD skjá, fjögurra kjarna 1.5GHz örgjörva og bættri myndavél.
Windows/Mac/Linux: Nýjasta útgáfan af Android stýrikerfinu, Ice Cream Sandwich (eða Android 4.0) kom út fyrir rúmum mánuði við mikinn fögnuð Android aðdáenda. Þó eru einhverjir meðal vor sem hafa einskæran áhuga á því að prófa Android stýrikerfi, en eiga ekkert Android tæki. Nú er komin hentug lausn, en með sýndarvélaforritinu VirtualBox þá geturðu sett upp Android 4.0 á tölvunni þinni.
Ef þú notar almenningssamgöngur, þá kannastu mögulega við það vandamál að skjótast út til að ná þínum vagni 20 mínútur yfir heila tímann, en vagninn kemur svo ekki fyrr en 26 mínútur yfir. Með Strætó forritinu fyrir Android þá heyra þessi vandamál sögunni til.
VLC Media Player er vinsælt margmiðlunarforrit á Windows, Linux og Mac sem margir leita til ef þeir þurfa að spila tónlist eða myndband, m.a. af þeirri ástæðu að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða .
Android: Það eru blendnar tilfinningar meðal menntaskólanemenda sem vakna á köldum vetrardegi, fara í skólann til þess eins að sjá að kennarinn í fyrsta tíma er veikur. Þórðargleðin er þá oft við völd og auknum frítíma fagnað, en á sama tíma er því bölvað að það hefði verið hægt að sofa 40 mínútum lengur þann daginn.
37 prósent af netnotkun á farsímum er á Android tækjum, og því spurðu margir notendur ekki hvort heldur hvenær Android útgáfa af hinum vinsæla netvafra Google Chrome kæmi fyrir Android stýrikerfið, þar sem að leitarvélar- og hugbúnaðarrisinn Google er jú á bak við bæði fyrirbærin.
iPhone eigendur (og aðrir iOS notendur) muna sumir hverjir eftir því þegar Box bauð upp á 50GB ókeypis pláss á þjónustu sinni eftir að iCloud var kynnt til sögunnar með iOS 5. Android notendur sátu eftir með sárt ennið, þangað til núna, en með því að fara eina litla krókaleið þá geturðu stofnað eða uppfært Box reikninginn þinn, og geymt allt að 50GB af efni í skýinu (e. cloud storage)
Ef þú ert vefstjóri á síðu, einni eða fleiri, þá getur verið skelfilegt að lenda í því að þú skreppur í bíó, kemur heim, og sérð þá að síðan þín er búin að vera niðri í 2-3 tíma. Pingdom er reyndar ekki svo gott að það komi í veg fyrir að síðan hrynji, en þjónustan kannar með reglulegu millibili hvort síðan þín sé uppi.
Ef Pingdom sér að síðan liggur niðri, þá færðu tilkynningu um hæl, ýmist í tölvupósti, sms-i, eða með tilkynningu í iPhone eða Android forritinu þeirra.
Ef þú hefur rótað (eða root-að) Android símann þinn (eða Android spjaldtölvuna þína) og ert með PlayStation fjarstýringu innan seilingar, þá ættu þær fregnir að gleðja þig, að þú getur notað fjarstýringuna til að spila leiki á Android tækinu þínu.
iOS/Android: Ef þú ert aðdáandi Grand Theft Auto (GTA) leikjanna og átt iOS tæki (iPhone, iPad eða iPod Touch) eða Android síma þá ættu það að vera gleðifregnir að leikurinn var að koma út fyrir þessu tvö tæki í síðustu viku.
Ef frá er talið brauð í sneiðum, uppgötvun penisillíns og Gameboy leikjatölvuna, þá er Netflix eflaust eitt mesta snilldarfyrirbæri allra tíma. Þjónustan býður manni upp á að horfa á eins mikið af efni og líkaminn þolir fyrir einungis $7.99 á mánuði (sjá leiðarvísi til að setja upp Netflix). Þeir sem nýta sér þessa þjónustu kannast þó mögulega við að eiga við þann hafsjó af kvikmyndum og sjónvarspsefni sem boðið er upp á, og lenda í hreinustu vandræðum með að velja á milli myndefnis til að horfa á.
Hér getur að líta nokkur tól sem geta hjálpað manni með valið.