fbpx

Android

Windows/Mac/Linux: Nýjasta útgáfan af Android stýrikerfinu, Ice Cream Sandwich (eða Android 4.0) kom út fyrir rúmum mánuði við mikinn fögnuð Android aðdáenda. Þó eru einhverjir meðal vor sem hafa einskæran áhuga á því að prófa Android stýrikerfi, en eiga ekkert Android tæki. Nú er komin hentug lausn, en með sýndarvélaforritinu VirtualBox þá geturðu sett upp Android 4.0 á tölvunni þinni.

Fylgdu eftirfarandi leiðarvísi til að setja upp og prófa Android stýrikerfið á tölvunni þinni.

Skref 1: Farðu á heimasíðu VirtualBox og náðu í útgáfu af forritinu fyrir tölvuna þína.

Skref 2: Settu upp VirtualBox forritið

Skref 3: Náðu í sérstaka útgáfu af Android stýrikerfinu hér sem sniðin hefur verið að sýndarvélarforritum á borð við VirtualBox.

(Windows og Linux athugið, ef útgáfan að ofan virkar ekki þá gætuð þið þurft að ná í sérstaka úgáfu af hér)

Skref 4: Farðu í Downloads möppuna þína, finndu Android-v4.7z, og afþjappaðu skránni. Þar skaltu finna skrána Android-v4.vbox og opna hana. Ef allt er eðlilegt þá ætti skráin að opnast í VirtualBox forritinu sem þú settir upp í skrefi 2.

Skref 5: Þegar þú sérð boot valmynd í VirtualBox, þá skaltu smella á „start“ í tækjastikunni efst, og velja Android Startup úr „/dev/sda“ valkostinum.

Skref 6: Allt búið. Ef allt gekk að óskum, þá ætti Android 4.0 að vera að ræsa sig.

Avatar photo
Author

Write A Comment