Android logoiPhone eigendur (og aðrir iOS notendur) muna sumir hverjir eftir því þegar Box bauð upp á 50GB ókeypis pláss á þjónustu sinni eftir að iCloud var kynnt til sögunnar með iOS 5. Android notendur sátu eftir með sárt ennið, þangað til núna, en með því að fara eina litla krókaleið þá geturðu stofnað eða uppfært Box reikninginn þinn, og geymt allt að 50GB af efni í skýinu (e. cloud storage)

Skref 1: Náðu í Box forritið fyrir Android hérna.

Skref 2: Box sendir þér staðfestingarpóst sem gefur þér 5GB pláss ókeypis.

Skref 3: Sæktu Free 50GB Box.com v1.1 og opnaðu það í Android tækinu þínu. Settu inn notandanafn og lykilorð, og smelltu svo á „Upgrade to 50GB“ sem þú sérð á skjánum.

Skref 4: Að þessu búnu ættirðu að geta farið í venjulega Box forritið eða innskráð þig í tölvunni þinni, þar sem þú sérð þá að þú hafir 50GB af plássi í staðinn fyrir 5GB.

Ritstjórn
Author

Write A Comment