fbpx
Tag

Apple

Browsing

Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.

iWork pakkinn frá Apple (þ.e. Pages, Keynote og Numbers) hefur staðið iPad notendum til boða frá því hann kom á markað. Í gær var öll forritin í pakkanum uppfærð í útgáfu 1.4, og með uppfærslunni eru forritin nú iPhone og iPod Touch samhæfð, svo eigendur slíkra tækja geta nú náð í Pages, Keynote eða Numbers á $9.99 stykkið.

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan:

RipItMac: Fjölmargir notendur ríghalda í DVD spilarana sína því þeir eiga 40-50 DVD myndir sem gera ekkert nema að taka pláss. Ef fólk vill eiga myndirnar, en spara sér hilluplássið þá býður forritið RipIt frá The Little App Factory fyrir Mac upp á lausn, sem er svo einföld að leikskólabörn ættu að getað notað forritið.