fbpx
Tag

Apple

Browsing

Apple kynnir nýjan iPad

Nýr iPad var kynntur í gær, ásamt nýju Apple TV, iOS 5.1 og iPhoto fyrir iPad. Að neðan má sjá myndir sem Apple sendi frá sér í tengslum við nýja iPadinn. Í myndaalbúminu er iPhoto fyrir iPad gert hátt undir höfði, en markmiðið með því er að einstaklingar þurfi ekki að notast við tölvu til að lagfæra og breyta myndum lítillega.

iOS 5.1

Í gær þá gaf Apple út litla uppfærslu fyrir iOS stýrikerfið sitt, sem er nú komið upp í 5.1. Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, auk þess sem það gerir notendum kleift að eyða myndum úr Photo Stream, auðveldar fólki að taka myndir þegar síminn er læstur, og bætir andlitsgreiningu í myndavélaforritinu. Von allra notenda er sú að rafhlöðuvandamál í iOS 5 séu úr sögunni með iOS 5 uppfærslunni.

Apple kynnir nýjan iPadEinhverjum lesendum er eflaust kunnugt um að Apple hélt viðburð fyrr í dag, þar sem aðalatriðið var kynning á nýrri iPad spjaldtölvu. iPadinn mun ekki heita iPad 3 eða iPad HD eins og sérfræðingar erlendis spáðu fyrir um, heldur var einfaldlega talað um hann á kynningunni sem „the new iPad“ eða nýja iPadinn.

Merkum áfanga var náð fyrir stuttu í App Store búðinni, sem Apple rekur fyrir iOS tæki, en fyrirtækið greindi nýverið frá því að 25. milljarðasta forritið hefði verið sótt úr búðinni. iPhone síminn frá Apple kom fyrst á markað árið 2007, og ári síðar þá var App Store búðin sett á laggirnar. Minna en ári síðar var milljarðasta forritið sótt úr búðinni. Fyrir rúmu ári síðan var því fagnað að 10. milljarðasta forritið var sótt úr búðinni, sem sýnir vöxt App Store búðarinnar, en rétt tæplega 50 milljón forrit eru sótt úr búðinni á degi hverjum.

iPad 3 verður kynntur 9. mars

Þrálátir orðrómar um útgáfu nýrrar iPad spjaldtölvu frá Apple hafa nú verið staðfestir, en Apple hefur boðað til blaðamannafundar miðvikudaginn 7.mars kl. 18:00 að íslenskum tíma. Með boði á fundinn fylgdi eftirfarandi mynd, þar sem Apple kveðst vera með eitthvað  sem heimurinn þurfi að sjá, og snerta. Er þar átt við nýja útgáfu af iPad spjaldtölvunni.

Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.

iCloud er frítt upp að 5GB, en síðan er hægt að kaupa meira pláss fyrir ársgjald, þ.e. 10GB fyrir $20, 20GB fyrir $40 og 50GB fyrir $100.

Mac OS X LionMac OS X Lion hefur fengið þriðju uppfærslu sína frá því stýrikerfið kom út í júlí síðastliðnum og er því komið í útgáfu 10.7.3. Mac notendur eru kunnugir slíkum uppfærslum, en með reglulegu millibili koma þær til að laga ýmis vandamál, stór og og smá.

10.7.3 lagar  ýmsar litlar villur, en helsta úrbótin er eflaust lagfæring á tengingu tölvunnar við þráðlaust net eftir að tölvan vaknar úr svefni.

Apple TV 2Áður hefur verið rakið hvernig maður framkvæmir jailbreak á Apple TV og setur upp XBMC, og einnig hvernig Plex er sett upp eftir jailbreak.

Með útgáfu 4.4 fyrir Apple TV (iOS 5) þá bættust við ýmsir möguleikar í kerfinu eins og AirPlay Mirroring, sem býður upp á video speglun, þ.e. að að spegla hvaðeina sem er að gerast á iPhone 4S eða iPad 2 í sjónvarpinu (áður takmarkað við myndir, myndbönd og tónlist). Önnur helsta nýjungin er Photo Stream, sem gerir notendum iOS 5 tækja kleift að skoða myndir sem teknar eru á tækjunum þar sem þær eru vistaðar í iCloud.