fbpx
Tag

Blackberry

Browsing

Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.

„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“

-Frétt Vísis 15.júní 2011

DropboxÞarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.

Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.

Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).

Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar: