fbpx

iPhone vs Android vs BlackBerry

Þessa ályktun má draga af því að innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (US Immigration & Customs Enforcement) mun núna gera breytingar á kerfinu sínu, þannig að 17.600 starfsmenn stofnunarinnar muni nota iPhone í staðinn fyrir BlackBerry frá Research In Motion (RIM).

Það er talið Apple til tekna að fyrirtækið er með lokað stýrikerfi (e. closed platform) og leyfir heldur ekki breytingar á vélbúnaði tækisins, og það er sagt geta tryggt öryggi starfsmanna stofnunarinnar.

BlackBerry símarnir hafa hingað til verið notaðir af opinberum stofnunum í Bandaríkjunum, þar sem þeir hafa verið taldir öruggustu farsímarnir á markaðnum. Þar til nú.

Android og BlackBerry tæki komu til skoðunar auk iPhone, en önnur ekki vegna lítillar markaðshlutdeildar. Í myndinni fyrir neðan má sjá hvað hafði áhrif á valið, þar sem gefin var einkunn frá 1 upp í 5.

Öryggi: iPhone vs Android vs BlackBerry
Apple fékk alltaf hæstu einkunn (5), en ekki Android og BlackBerry í tveimur tilvikum, sem réð úrslitum.

Eins og sést á myndinni, þá voru það þrír efstu flokkarnir sem réðu úrslitum. Sá fyrsti var markaðsleg hagkvæmni (e. commercial viability) og varðaði í raun hversu væna stöðu síminn hafi á markaðnum, því að símarnir sem komi til greina verði að hafa slíka markaðsstöðu að starfsmenn myndu mögulega kaupa þá af fúsum og frjálsum vilja.

Annar kosturinn var  geta stýrikerfisins til að nema breytingar á stýrikerfinu og öryggisógnanir. Þar skoraði Android ekki hátt, enda opið stýrikerfi ólíkt iOS og BlackBerry.

Þriðji og síðasti kosturinn sem réð úrslitum var einsleitni og fyrirsjáanleiki á vörum frá framleiðandanum. Þar var Android aftur ekki að skora hátt miðað við iOS. Í þeim flokki var helst tekið mið af því hversu lengi síminn myndi fá stuðning frá framleiðanda. Einnig var þó skoðað hversu mikill tími færi í að kenna starfsmönnum á tækið, nokkuð sem var talið taka lengri tíma á Android, en skýrslan segir orðrétt:

They also spoke about the ease of training and the ability to share a common operating system between the phones and tablets. The IT managers spoke about the better security of the iOS vs Android and how one operating system reduces manpower and time spent managing the mobile platform. They all advised us that the iOS at this time was the preferred operating system and that the users preferred the iOS platform over Android.

Þar höfum við það. Ef marka má bandarísk stjórnvöld í dag, þá býður iOS upp á öruggasta stýrikerfið ef maður gengur inn í búð og kaupir sér spjaldtölvu eða síma.

Heimildir: TechHive FBO.gov

Avatar photo
Author

Write A Comment