Tag

email

Browsing

MailtoLinks Chrome Gmail

Einhverjir Chrome notendur kunna að hafa séð þessa litlu stiku efst í skjáborðinu einhvern tímann í liðinni viku. Þessi skilaboð marka ákveðin tímamót í sögu Google Chrome, því nú styður hann loksins opnun netfangstengla í Gmail, í staðinn fyrir að reyna að opna Outlook, Mail eða eitthvað annað tölvupóstforrit sem er uppsett á tölvunni.

Almennt er mælt með því að maður reyni að forðast það eins og heitan eldinn að deila netfanginu sínu á almennri síðu á netinu.

Ef þú hins vegar þarft að deila netfangi þínu á netinu (t.d. ef þú ert að selja eða kaupa notaðar vörur á spjallvefjum, hvort sem það er hérlendis eða erlendis og krafa er gerð um birtingu netfangs) þá er heldur hvimleitt að lenda í því að SPAM bottar finni netfangið manns og bæti því á 1000+ póstlista.

(Pop Quiz: Hversu margir ruslpóstar eru sendir út fyrir hvern sem er svarað? Svar í lok greinar)

Þegar maður kynnir fólk fyrir Google, þá er það almennt út af Gmail þjónustunni þeirra, Google Calendar eða Google Reader. Ég er stundum spurður frá fólki sem notar aðrar þjónustur (einkum Hotmail) af hverju ég noti Gmail. Mitt svar við því, er að ég vissi raunar ekki sjálfur hversu óánægður ég var með Hotmail-ið mitt þangað til ég byrjaði að nota Gmail fyrir einum 6 árum. Hér koma 10 ástæður sem mæla með notkun Gmail.