fbpx

Gmail iOS - Notification Center

Gmail fyrir iOS fékk ansi mikilvæga uppfærslu í gær, en með uppfærslunni er nú hægt að fá tilkynningar í Notification Center þegar nýr póstur berst manni.

Önnur breytingin er sú að nú er hægt að senda póst úr forritinu frá mörgum netföngum, nokkuð sem hentar þeim sem hafa fylgt leiðarvísi síðunnar um hvernig hægt er að stjórna mörgum netföngum með Gmail.

Gmail fæst í App Store og er ókeypis.

Avatar photo
Author

1 Comment

Write A Comment