fbpx
Tag

friðhelgi

Browsing

InstagramSamfélagsmiðilinn Instagram hefur notið mikilla vinsælda, og fyrir skömmu greindum við frá því að 90 milljón virkir notendur væru að nota þjónustuna. Þrátt fyrir það hefur samfélagsmiðillinn þurft að þola ansi mikla gagnrýni allt frá því að Facebook keypti fyrirtækið á einn milljarð dollara fyrir tæpu ári síðan.

Þegar kynnti Instagram fyrirhugaðar breytingar á friðhelgisskilmálum sínum (sem þeir drógu svo til baka) þá loguðu netheimar. Margir flúðu Instagram og leituðu annað (t.d. yfir á Flickr.

Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og nú Google+ hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum (Facebook þá einna helst). Eins og flestum er kunnugt um þá er Facebook stóri bróðir þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, og fyrirtækið hefur að vissu leyti breytt því hvernig einstaklingar hafa samband við hvorn annan, því fólk notar nú tölvupóst í minna mæli og sendir frekar bara Facebook skilaboð eða skrifar á vegginn hjá viðkomandi aðila.