fbpx

Google logoÍ dag, 29. febrúar, er síðasta tækifærið til að eyða öllum gögnum úr leitarsögu þinni h á Google reikningi þínum, en á morgun mun ný friðhelgisstefna (e. privacy policy) hjá fyrirtækinu taka gildi.

Google boðar miklar breytingar með þessari nýju friðhelgisstefnu, en með henni þá ætlar fyrirtækið að safna saman öllum upplýsingum úr leitarsögu þinni, og sameina hana við Google prófílinn þinn, og ætla með þeim hætti að leitast við að gefa þér  leitarniðurstöður og auglýsingar sem eru sniðnar eftir þörfum þínum.

Einhverjum kann að finnast þetta sniðugt, en öðrum gæti fundist það vera brot á friðhelgi einkalífs að sjá eingöngu auglýsingar fyrir Toyota bifreiðar af því þú varst að skoða þær 2-3 dögum áður.

Til þess að eyða leitarsögu þinni hjá Google skaltu gera eftirfarandi:

Skref 1: Skráðu þinn inn á Google reikninginn þinn.

Skref 2: Farðu á https://google.com/history (opnast í nýjum flipa)

Skref 3: Smelltu á Remove all Web History , og smelltu á OK þegar Google biður þig um að staðfesta.
Skref 4: Búið.

Avatar photo
Author

Write A Comment