fbpx
Tag

iOS 6

Browsing

iOS - 6.1.1

Apple hefur gefið út iOS 6.1.1 fyrir iPhone 4S.

Með uppfærslunni þá lagaði Apple vandamál varðandi 3G tengingu iPhone 4S eigenda, en hún olli því að símfyrirtæki víða um heim mældu gegn því að viðskiptavinir sínir myndu uppfæra símana sína. Með iOS 6.1.1. þá eru öll slík vandamál úr sögunni.

Evasi0n jailbreak

Jailbreak fyrir iOS 6, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kom út fyrr í dag kl. 17:00 á íslenskum tíma, og hefur þegar verið halað niður 100.000 sinnum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan þá ætlum við að fara með ykkur í gegnum ferlið ef þið viljið framkvæma untethered jailbreak á tækjunum ykkar. Þetta jailbreak virkar á öllum iPhone, iPad og iPod touch tækjum sem keyra iOS 6.0-6.1.2

iOS 6.1

Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.

Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.

iOS 6 - jailbreak

Við sögðum frá því fyrir stuttu að jailbreak fyrir iPhone 5 væri nánast tilbúið. Forritarinn Pod2g, sem jailbreak áhugamenn þekkja kannski til, renndi frekari stoðum undir það í Twitter færslu til jailbreak forritarans Planetbeing, þegar hinn síðarnefndi greindi alheimi frá árangri liðinnar viku hjá jailbreak forriturum.

Íslenskt lyklaborðJailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.

Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.