Evasi0n jailbreak

Jailbreak fyrir iOS 6, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kom út fyrr í dag kl. 17:00 á íslenskum tíma, og hefur þegar verið halað niður 100.000 sinnum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan þá ætlum við að fara með ykkur í gegnum ferlið ef þið viljið framkvæma untethered jailbreak á tækjunum ykkar. Þetta jailbreak virkar á öllum iPhone, iPad og iPod touch tækjum sem keyra iOS 6.0-6.1.2

Ath! Ef þú hefur framkvæmt tethered jailbreak fyrir iPhone 4 eða eldri tæki skv. þessum leiðarvísiþá þarftu einungis að sækja „evasi0n 6.x Untether“ í Cydia til að jailbreak-ið þitt verði untethered.

Uppfært 13.feb 2013: iPhone 4S notendum er óhætt að uppfæra í iOS 6.1.1, en Evasi0n jailbreak-ið virkar einnig á þá útgáfu.

Uppfært 20. feb 2013: Evasi0n jailbreak-ið styður einnig iOS 6.1.2 sem kom út fyrr í dag.

Skref 1: Byrjaðu á að taka afrit af tækinu þínu í iTunes. Það gerirðu með því að tengja tækið þitt við tölvu, opna iTunes og hægri-smella þar á tækið þitt undir Devices, og velja Back Up. Einnig er hægt að taka afrit af tækinu yfir iCloud frá Apple en það tekur lengri tíma.

Skref 2: Náðu í Evasi0n forritið fyrir þitt stýrikerfi. [Windows útgáfa] [Mac útgáfa] [Linux útgáfa] (Útgáfa 1.4)

Skref 3: Náðu í iOS 6.1 og uppfærðu í gegnum iTunes. Notendur sem hafa uppfært beint í iOS tækjum sínum hafa náð að framkvæma jailbreak með árangursríkum hætti, en með því að uppfæra í gegnum iTunes eru minni líkur á að fólk lendi í vandræðum þegar þeir framkvæma jailbreak á tækjum sínum.

Skref 4: Ef þú ert með Passcode Lock á iPad eða iPhone símanum þínum þá þarftu að taka hann af. Þú gerir það með því að fara í Settings > General > Passcode Lock og stillir það á OFF.

Skref 5: Passaðu að iTunes og Xcode séu ekki í gangi áður en lengra er haldið, því næst ertu að fara að opna Evasi0n forritið úr skrefi 2.

Skref 6: Nú skaltu opna Evasi0n forritið. Ef tölvan nemur iOS tækið þitt þá ætti skjár líkur þeim sem við sáum áðan að birtast hjá þér. Þegar það

Evasi0n jailbreak

Skref 7: Smelltu á Jailbreak hnappinn í forritinu. Á meðan þetta ferli er í gangi þá máttu alls ekki fikta neitt í tækinu þínu. Láttu það alveg vera þangað það er búið að endurræsa sig og þú sérð Home Screen.

Skref 8: Ef nokkrar mínútur eru liðnar þá ætti Evasi0n núna að líta svona út:

evasi0n-done

Nú skaltu fylgja leiðbeiningum forritsins, og finna Jailbreak forritið í iOS tækinu þínu. Smelltu einu sinni á forritið, og við það mun skjárinn verða svartur í brot úr sekúndu og lokast aftur. Þetta er eðlilegt. Nú skaltu bara fylgjast Evasi0n forritinu í tölvunni þangað til að sérð skilaboðin Jailbreak complete þar. Tækið mun endurræsa sig nokkrum sinnum á meðan þessu ferli stendur, en það er einnig eðlilegt.

Skref 9: Nú ætti Cydia að vera komið á heimaskjáinn þinn, og í beinu framhaldi ættirðu að geta sett upp nokkrar Cydia viðbætur.

Ritstjórn
Author

Write A Comment