Evasi0n

Jailbreak forritarinn Planetbeing var nýlega í viðtali við Forbes tímaritið, þar sem hann var spurður hvort iOS 6.1.3 myndi hafa áhrif á Evasi0n jailbreak-ið sem kom út samhliða iOS 6.1.1.

Planetbeing (eða David Wang eins og hann heitir í raun og veru) sagði að iOS 6.1.3. muni loka á vissar öryggisglufur í stýrikerfinu, sem gera manni kleift að framkvæma jailbreak. Hann sagði samt einnig að þar sem iOS 6.1.3 sé enn í beta prófun, þá hafi notendur eflaust a.m.k einn mánuð þangað til endanleg útgáfa af stýrikerfinu kemur út.

Ef þíg langar að framkvæma jailbreak á iOS tækinu þínu með iOS 6.0-6.1.2. þá geturðu skoðað leiðarvísi okkar hér.

Ritstjórn
Author

Write A Comment