iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.
iOS 5 var gefið út fyrir skömmu síðan með pompi og prakt, og ein af helstu nýjungum við kerfið er hvernig tilkynningar (e. push notification) birtast notanda. Með Notification Center eru allar tilkynningar á einum stað, svo þær detti ekki út eins og þær gerðu áður fyrr ef maður opnaði símann í eldri kerfum. Sjálfgefnar stillingar eru að birta ósvöruðum símtölum og skilaboðum, en að neðan má sjá leiðbeiningar til að tilkynningar um hversu margir tölvupóstar eru ólesnir komi í Notification Center.
„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“
-Frétt Vísis 15.júní 2011
Þarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.
Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.
Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).
Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar:
Aðstoðarforritið Siri hefur verið á milli tannana á fólki síðan iPhone 4S kom út, og aðilar hafa keppst um að sýna forritið á internetinu, bæði til gagns og gamans.
Fyrir stuttu síðan þá frumsýndi Apple nýja iPhone 4S sjónvarpsauglýsingu þar sem öll áherslan er lögð á Siri. Auglýsingin sýnir einstaklinga af öllum aldri biðja um aðstoð við ýmis verkefni, binda slaufu, leita í gulu síðunum, spila tónlist og margt fleira. Auglýsingin sýnir raunar hversu einfalt það er að nota Siri til að framkvæma skipanir.
iOS 5: Með nýju kerfi koma ný vandamál. Fjölmargir eigendur iOS tækja, einkum iPhone og iPad, kvarta nú sáran undan því að endingin á rafhlöðunni sé heldur dræm miðað við iOS 4 kerfið. Notendur eiga þá helst við að prósentustig rafhlöðu lækki frekar hratt á meðan síminn sé ekki í notkun, sem er heldur hvimleitt, ef maður er ekki með hleðslutæki á sér hvert sem maður er.
Blessunarlega þá eru til ráð við þessu, sem fela í sér að breyta ýmsum stillingum, og oftast nær að slökkva á þjónustum sem maður er ekki að nota.
Vefur Ríkisútvarpsins hefur fengið uppfærslu (og það nokkur tímabæra) sem auðveldar bæði Mac notendum að horfa á efni af vefnum, auk þess sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú bæði hlustað eða horft á efni af vefnum í tækjum sínum.
Nýi vefurinn ætti líka að kæta eigendur smátækja á borð við iPhone, iPad og Galaxy Tab, en nú er loksins hægt er að hlusta/horfa á efni á vefnum í slíkum tækjum (Einstein getur staðfest að vefurinn virkar í iOS tækjum (t.d. iPhone og iPad) en hefur ekki enn prófað vefinn í öðrum stýrikerfum á borð við Android, en leiða má líkur að því að það virki líka á Android).
Með iOS 5 sem kom út í gær koma ýmsar nýjungar. Ein af helstu nýjungunum fyrir iPad á iOS 5 er sá möguleiki að skipta lyklaborðinu í tvennt, til að auðvelda ritun texta þegar haldið er á tækinu með báðum höndum.
Sjáið leiðarvísi að neðan
iOS 5, nýtt stýrikerfi fyrir iOS tæki var gefið út af Apple í dag, notendum tækjanna til mikillar ánægju. Til þess…
Apple tilkynnti nú rétt í þessu að næsta kynslóð af iOS stýrikerfinu, iOS 5, muni verða gefið út þann 12. október næstkomandi, og að það verði ókeypis uppfærsla fyrir öll iOS tæki sem geta keyrt iOS 5.
Hér að neðan eru tenglar á gamlar hugbúnaðaruppfærslur af iOS stýrikerfinu frá Apple fyrir iPhone, iPad, iPod Touch og Apple TV 2.
Gamlar útgáfur geta reynst fólki nýtilegar, einkum og sér í lagi iPhone 3G eigendum sem eru með iOS 4 uppsett á símanum, en við uppfærslu í iOS 4 þá verður iPhone 3G talsvert hægari í vinnslu.
Að neðan finnið þið tengla í allar helstu uppfærslur á iOS.