fbpx

iOS 5, nýtt stýrikerfi fyrir iOS tæki var gefið út af Apple í dag, notendum tækjanna til mikillar ánægju. Til þess að fá iOS 5 uppfærslu þá þurfa eigendur viðeigandi tækja* að uppfæra iTunes upp í útgáfu 10.5, tengja tækið við tölvuna og velja „Update“.

Þá var iCloud þjónustunni einnig ýtt úr vör í dag, sem auðveldar notendum að sameina tölvupóst, tónlist, dagatal o.fl. á milli tækja.

Við vörum þó eigendur iPhone síma sem reiða sig á hugbúnaðaraflæsingu (þ.e. Ultrasn0w) frá því að uppfæra í bili, því þá fer aflæsingin. Þetta á t.d. við um síma keypta frá Bandaríkjunum.

*Hægt er að keyra iOS 5 á eftirfarandi tækjum: iPhone 3GS, iPhone 4, iPhone 4S, iPad og iPad 2, og að lokum 3. og 4. kynslóð af iPod Touch)

Avatar photo
Author

Write A Comment