iOS/Android: Ef þú notar Facebook forritið mikið, þá er líkur á að þú séð þessi skilaboð nýverið á skjánum þínum. Þessi tilkynning kemur vegna þess að bráðum verður ekki hægt að senda skilaboð á Facebook, nema í gegnum forritið Facebook Messenger.
Að framkvæma jailbreak á iOS tæki er áhugaverð aðgerð. Því fylgja ýmsir kostir og gallar, og notendur vilja stundum fjarlægja Cydia og allt sem fylgir því að hafa framkvæmt jailbreak og nota iOS stýrikerfið eins og Apple vill að við gerum. Þá er spurningin, hvernig gerir maður það?
Mac/Windows/iOS: 1Password er gríðarlega öflugt forrit sem gerir notendum kleift að halda utan lykilorðin sín með einföldum og þægilegum hætti. Forritin eru þróuð af kanadíska fyrirtækinu AgileBits, sem einbeitir sér einkum að gerð 1Password, en gefur einnig út forritið Knox.
WWDC ráðstefna Apple byrjar bráðum í Moscone ráðstefnuhöllinni í San Francisco. Þar mun Apple kynna helstu nýjungar á iOS og Mac OS X stýrikerfunum.
Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu sem er nú komið í útgáfu 7.1.1.
Apple mun gefa notendum færi á að bera kennsl á lög, en samkvæmt nýjustu heimildum Bloomberg ætlar fyrirtækið ætlar að hefja samstarf með framleiðendum snjallforritsins Shazam, sem er mörgum notendum snjalltækja að góðu kunnugt.
Þegar iOS 7.1 kom út á dögunum, þá nýtti Apple einnig tækifærið og gaf út nýja uppfærslu fyrir Apple TV, sem er nú komið í útgáfu 6.1
Nýjasta útgáfa af Chrome vafranum á iOS kemur með nokkuð hentugum eiginleika, sem gerir manni kleift að minnka gagnanotkun á meðan þú vafrar.
Í dag gaf Apple út stóra uppfærslu á iOS, þegar útgáfa 7.1 leit dagsins ljós, en með útgáfunni fylgja einhverjar nýjungar, auk þess sem litlar villur voru lagfærðar.
Í dag kynnti Apple Carplay, sem á að gera notkun iPhone í bílnum þægilegri og öruggari.
Síðastliðinn föstudag gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu sem er nú komið í útgáfu 7.0.6.