fbpx

Að framkvæma jailbreak á iOS tæki er áhugaverð aðgerð. Því fylgja ýmsir kostir og gallar, og notendur vilja stundum fjarlægja Cydia og allt sem fylgir því að hafa framkvæmt jailbreak og nota iOS stýrikerfið eins og Apple vill að við gerum. Þá er spurningin, hvernig gerir maður það?

Til þess að fjarlægja öll jailbreak forrit og allt það sem jailbreak skilur eftir sig, þá þarftu í raun að taka afrit af gögnum á tækinum, tengja tækið við iTunes og setja tækið upp frá grunni:

Skref 1: Ræstu iTunes á tölvunni þinni (Mac eða Windows)

Skref 2: Tengdu tækið þitt við tölvuna

Skref 3: Hægri-smelltu á tækið þitt og veldu Backup Now

iTunes - Back Up

Þá mun birtast skjá sem spyr hvort þú viljir taka afrit af öllum forritum og öðru sem þú hefur keypt á iOS tækinu sem eru ekki á tölvunni þinni. Þú ræður hvort þú afritar þetta eða ekki, en forritin munu ekki birtast á tækinu þegar þú gerir Restore from backup síðar í ferlinu nema þú takir afrit af hvoru tveggja.

Skref 4: Eftir að iTunes hefur tekið afrit af gögnunum þínum þá skaltu aftur hægri-smella á tækið þitt í valmyndinni vinstra megin og velja Restore iPhone/iPod/iPad. Þú verður að slökkva á Find My iPhone áður en þú núllstillir iOS tækið þitt.

Skref 5: Nú mun skjár birtast sem varar þig þessari aðgerð, því þú sért að eyða öllum gögnum af tækinu þínu. Við viljum því ítreka hérna að ekki halda lengra nema þú hafir áður tekið afrit af öllum gögnum tækisins (helst bæði í iTunes og yfir iCloud). Hérna skaltu smella á Restore eða Restore and Update.

Skref 6: iTunes sækir þá nýjustu útgáfuna af iOS stýrikerfinu fyrir tækið þitt og setja það upp. Þegar þeirri aðgerð er lokið skaltu velja Restore from backup.

Write A Comment