Apple boðaði til fundar í gær þar sem kynning á nýrri og minni spjaldtölvu, iPad mini, var meðal annars á efnisskránni.
Fyrirtækinu er mjög í mun að heilla viðskiptavini sína, og því hefur Apple sent frá sér kynningarmyndband fyrir nýjasta meðliminn í iOS fjölskyldunni.
Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan:



Bandaríska dagblaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Apple stefni á útgáfu minni og ódýrari útgáfu af iPad. Vinnuheitið á spjaldtölvunni er iPad mini, og talið er að hún verði talsvert ódýrari en iPad 2, sem kostar $399 í Bandaríkjunum (u.þ.b. 50.000 kr. á gengi dagsins).