fbpx

iPad mini

Í gær kynnti bandaríski tæknirisinn Apple smærri gerð af spjaldtölvu, iPad mini, sem er helmingi léttari en þriðja kynslóð af hinni hefðbundnu iPad spjaldtölvu. iPad mini kemur með 7,9″ skjá, FaceTime HD og iSigt myndavél, og allt að 10 klukkustunda rafhlöðuendingu.

Apple kynnti einnig fjórðu kynslóð af hinni hefðbundnu iPad spjaldtölvu, sem fékk smá andlitslyftingu með A6X örgjörvanum sem er í iPhone 5 auk nýja Ligtning vöggutengisins sem fylgdi iPhone 5.

Ódýrasta gerðin af iPad mini mun kosta $329 (u.þ.b. 41.000 krónur miðað við núverandi gengi). Ef tekið er mið af verðmuninum á þriðju kynslóð af iPad (sem kostar $500 í Bandaríkjunum, en 89.990 hérlendis) og og iPad mini, þá má áætla að minnsta týpan af iPad mini muni kosta u.þ.b. 60.000 kr. hérlendis. (Athugið að þessar tölur eru eingöngu getgátur, sem miðast við hlutfallslegan verðmun á iPad og iPad mini í Bandaríkjunum).

Avatar photo
Author

Write A Comment