fbpx
Tag

Kindle Fire

Browsing

Wolfram Alpha

WolframAlpha er vefur sem allar forvitnar sálir ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni.

Ólíkt hefðbundnum leitarvélum líkt og Google, þá svarar WolframAlpha spurningum notenda, og þar er vefnum fátt óviðkomandi. Vefurinn getur svarað flóknum reikningdsæmum, sagt manni hvenær flóð og fjara er í Reykjavík, kannað gengi gjaldmiðla og margt fleira.

Hér fyrir neðan má sjá tvær spurningar sem lagðar voru fyrir WolframAlpha á meðan greinin var í vinnslu:

Amazon merkiðNetfyrirtækið og vefverslunin Amazon skýtur föstum skotum á iPad mini spjaldtölvuna sem Apple kynnti í síðustu viku og kemur á markað 2. nóvember næstkomandi.

Þetta gerir fyrirtækið á forsíðu Amazon.com þar sem fyrirtækið auglýsir Kindle Fire HD tölvu fyrirtækisins, en þar má nú sjá samanburð á Kindle Fire og iPad mini.

iPad myndBandaríska dagblaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Apple stefni á útgáfu minni og ódýrari útgáfu af iPad. Vinnuheitið á spjaldtölvunni er iPad mini, og talið er að hún verði talsvert ódýrari en iPad 2, sem kostar $399 í Bandaríkjunum (u.þ.b. 50.000 kr. á gengi dagsins).

Amazon Kindle Fire

Bandaríska vefverslunin Amazon stefnir á útgáfu tveggja spjaldtölva á árinu, eina 7 tommu, og aðra 10 tommu á síðari hluta ársins. Fyrirtækið hyggst ryðja sér til rúms á spjaldtölvumarkaðnum, og fylgja þar eftir mikilli velgengni Kindle Fire spjaldtölvunnar. Kindle Fire kom út á síðasta ári, en Amazon kveðst hafa selt tæplega 4 milljón eintök af  Kindle Fire spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi 2011.