fbpx

Amazon merkiðNetfyrirtækið og vefverslunin Amazon skýtur föstum skotum á iPad mini spjaldtölvuna sem Apple kynnti í síðustu viku og kemur á markað 2. nóvember næstkomandi.

Þetta gerir fyrirtækið á forsíðu Amazon.com þar sem fyrirtækið auglýsir Kindle Fire HD tölvu fyrirtækisins, en þar má nú sjá samanburð á Kindle Fire og iPad mini.

Kindle Fire HD vs iPad mini

Amazon leggur mikið upp úr því að nefna að Kindle Fire HD hafi fleiri díla á hverja tommu, og að ekki sé möguleiki á að horfa á kvikmyndir eða þætti í háskerpu á iPad mini.

Bent hefur verið á að þótt Kindle Fire HD hafi vinninginn í ofangreindum atriðum, þá vanti eitt atriði í samanburðinn: forritaúrval. Þeir sem kaupa iPad mini fá þá aðgang að 275.000 iPad forritum í App Store (og 400.000 öðrum fyrir iPhone) á meðan það eru ekki nema rúmlega 50.000 Android forrit í Amazon Appstore.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment