fbpx

Amazon Kindle Fire

Bandaríska vefverslunin Amazon stefnir á útgáfu tveggja spjaldtölva á árinu, eina 7 tommu, og aðra 10 tommu á síðari hluta ársins. Fyrirtækið hyggst ryðja sér til rúms á spjaldtölvumarkaðnum, og fylgja þar eftir mikilli velgengni Kindle Fire spjaldtölvunnar. Kindle Fire kom út á síðasta ári, en Amazon kveðst hafa selt tæplega 4 milljón eintök af  Kindle Fire spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi 2011.

Í Bandaríkjunum kostar tækið $199, eða u.þ.b. 25.000 kr., en hérlendis kostar tækið í kringum 50.000 kr. hjá söluaðilum. Auglýsing Amazon fyrir Kindle Fire fylgir að neðan fyrir áhugasama.

http://youtu.be/jUtmOApIslE

 

Heimild: DigiTimes
Avatar photo
Author

Write A Comment