fbpx
Tag

LTE

Browsing

Chromebook Pixel

Google kynnti nýlega fartölvu sem fyrirtækið ætlar að senda frá sér, og ber heitið Chromebook Pixel.

Chromebook Pixel er fartölva sem telja má nokkuð sérstaka, þar sem að Google sá um hönnun tölvunnar, en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að þróun hugbúnaðar eða stýrikerfi, en leyft öðrum fyrirtækjum að einbeita sér að framleiðslu símtækja og tölva.

iOS 6.1

Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.

Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.

iPhone 5 - thumbnailÞegar Apple kynnti iPhone 4S fyrir rúmu ári síðan, þá fylgdi það sögunni að símann væri hægt að nota út um gjörvallan heim. Neytendur gátu þannig keypt símann hvar sem er í heiminum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af stuðningi við símafyrirtækin í föðurlandinu. Af þessu leiddi að íslenskir ferðamenn gátu sparað sér þó nokkra túskildinga þegar hægt var að kaupa ólæstir iPhone símar komu í almenna sölu í Apple Store á $649 og upp úr.

Það sama er ekki uppi á teningnum með iPhone 5. iPhone 5 er að vissu leyti hægt að nota út um allan heim sem eðlilegt símtæki og 2G/3G farnet. Málið vandast þegar talið berst að LTE (eða 4G) háhraðafarneti.

iPhone 5 unlocked

Eftir grein okkar um daginn varðandi það hvernig skuli fara að þegar iPhone sími er keyptur í Bandaríkjunum þá hefur okkur borist mörg bréf þar sem notendur biðja ýmist um ráðleggingar varðandi kaup á iPhone 5 símum í Bandaríkjunum.

Þau hafa oftast verið þess efnis hvort hægt sé að kaupa síma sem eru læstir á ákveðin fyrirtæki og aflæsa þá símanum. Einnig hversu langt sé í að hægt verði að kaupa hann án vandræða í Apple Store.