fbpx

Ef þú kaupir iPhone 5, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, þá þarf símafyrirtækið sem þú ert hjá að standast kröfur sem Apple setur varðandi LTE þjónustu.

Talsmaður svissneska símafyrirtækisins Swisscom tjáði vefmiðlinum Telecoms.com að þörf sé á samþykki frá Apple áður en hægt sé að nota LTE (4G) gagnaflutningstæknina.

Til að renna stoðum undir þetta þá skrifaði Daninn William Philipsen eftirfarandi Twitter færslu um að hann gæti notað LTE gagnaflutningsnetið hjá danska símafyrirtækinu Telia eftir uppfærslu í beta útgáfu af iOS 6.1.

Með öðrum orðum þá virkaði LTE ekki iOS 6.0.1 en símafyrirtækið Telia hafði fengið grænt ljós frá Apple, og mun virka í iOS 6.1 og næstu útgáfum eftir það.

Avatar photo
Author

Write A Comment