Með því að brýna rakvélarblöðin sjálfur, þá geturðu aukið líftíma hvers blaðs um 1-2 mánuði, þannig að heildarkostnaður í rakvélarblöð eru einungis 2000-3000 kr. á ári.
Fyrir stuttu síðan greindum við frá því að Samsung væri að gera góðlátlegt grín að Apple notendum sem bíða í biðröð eftir iPhone með auglýsingu sinni fyrir Samsung Galaxy S II símann.
Þá vildum við ekki draga neinar ályktanir um hvort þetta væri í góðu eða illu, en á meðan Apple vinnur hvert málið vinnur einkamál gegn þeim út um allan heim, þá virðist Samsung á sama tíma ætla að sækja hart að Apple með auglýsingum sínum því nú hefur fyrirtækið sett aðra auglýsingu í spilun og dreifingu, sem er beint framhald af fyrri auglýsingunni.
Samsung og Apple hafa að undanförnu eldað grátt silfur saman, en Apple stendur nú í málaferlum við Samsung varðandi útlit og hönnun á Samsung Galaxy Tab, en Apple kveður fyrrnefnda tækið vera svo líkt iPad í útliti að erfitt sé fyrir leikmann að sjá muninn á þeim.
Nú skal ósagt látið hvort Samsung hafi gert þessa auglýsingu með það fyrir augum að koma höggi á Apple, en í auglýsingunni er gert góðlátlegt grín að Apple notendum sem bíða margar klukkustundir í biðröð eftir einni vöru, og leggja áherslu á hversu auðvelt það er að verða sér úti um Samsung síma.