fbpx
Tag

Myndband

Browsing

conan-ipad-mini-mega-150x150Kynningarmyndbandið fyrir iPad mini kom út fyrir stuttu, og í kjölfar þess fannst spjallþáttastjórnandum Conan O’Brien tímabært að gera myndband fyrir næstu gerð af iPad spjaldtölvu.

Myndbandið er sett fram með svipuðum hætti og kynningarmyndbönd Apple, þar sem Sir Jonathan Ive yfirhönnuður fyrirtækisins fer yfir helstu eiginleika viðkomandi tækis og má sjá með því að ýta á meira.

iPad mini auglýsing

Apple hefur sent frá sér auglýsingu fyrir nýju iPad mini spjaldtölvuna sem þeir kynntu til sögunnar í síðasta mánuði, og fór í sölu síðasta föstudag.

Í auglýsingunni má sjá iPad og litla bróður, iPad mini, vera notaða saman til að spila lagið Heart and Soul í Garageband forritinu frá Apple. 

Steve Ballmer - forstjóri Microsoft

Árið er 2007. Steve Jobs er nýbúinn að kynna iPhone símann og sérfræðingar fara að rýna í þetta nýja tæki.

Meðal þeirra sem tjáðu sig um iPhone símann voru Steve Ballmer, forstjóri Microsoft. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af þessu nýja tæki út af tveimur ástæðum:
a) síminn væri of dýr
b) hann væri einungis með skjályklaborð, og þar af leiðandi ekki góður kostur fyrir þá sem nota símann vegna vinnu sinnar.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá viðtalið þar sem Ballmer lætur þessi orð falla:

Apple - logoApple boðaði til fundar í gær þar sem kynning á nýrri og minni spjaldtölvu,  iPad mini, var meðal annars á efnisskránni.

Fyrirtækinu er mjög í mun að heilla viðskiptavini sína, og því hefur Apple sent frá sér kynningarmyndband fyrir nýjasta meðliminn í iOS fjölskyldunni.

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan:

Apple - logoApple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.

Lagið í auglýsingunni þykir líka nokkuð grípandi, en það heitir Yeah Yeah og er með nýsjálenska söngvaranum Willy Moon.