Mac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.
Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.