Mac OS X LionMac OS X Lion: Ein af nýjungum Mac OS X Lion sem kom fyrir rúmum mánuði síðan er þetta blessaða Auto-Correct sem flestir kannast við úr iOS kerfinu. Fyrir okkur Íslendinga er Auto-Correct rauner ekkert nema böl, þar sem að stuðningur fyrir íslenska orðabók fylgir ekki stýrikerfinu. Því mælum við einfaldlega með því að slökkt sé á Auto-Correct í Lion. Að neðan má sjá hvernig þú slekkur á Auto-Correct í Mac OS X Lion.

Skref 1:
Farðu í System Preferences. Það geriru annaðhvort með því að fara í Applications og velja System Preferences, eða þá að ýta á Apple merkið uppi í vinstra horninu og velja System Preferences þar.

Skref 2:
Veldu Language & Text í efstu línunni

Leiðbeiningar til að slökkva á AutoCorrect í Mac OS X Lion

Skref 3:
Veldu Text flipann efst uppi

Leiðbeiningar til að slökkva á AutoCorrect í Mac OS X Lion

 

Skref 4:

Taktu hakið af „Correct spelling automatically“

Leiðbeiningar til að slökkva á AutoCorrect í Mac OS X Lion

Ritstjórn
Höfundur

4 ummæli

  1. Atli Stefán Yngvason Svara

    Var samt ekki til íslensk orðabók fyrir OS X einhvers staðar?

Skrifa athugasemd