Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.

Athugið að til að geta keypt Lion þá er nauðsynlegt að vera með Snow Leopard uppfært í topp, til að þú fáir Mac App Store inn á tölvuna þína.

 

Skref 1:

Eftir að þú hefur keypt Lion í Mac App Store þá skaltu finna „Install Mac OS X Lion“ forritið í Applications möppunni. Hægri-smelltu (eða Ctrl+Click) á uppsetningarforritið og veldu „Show Package Contents“. Opnaðu möppu þar sem heitir „Contents“, og svo „SharedSupport“.

Lion - Show Package Contents

 

Skref 2:
Inni í SharedSupport er skrá sem heitir InstallESD.dmg, sem inniheldur Lion uppsetninguna. Afritaðu þá skrá (Cmd+C) og settu hana yfir á Desktop.

Ath! „Install Mac OS X Lion“ hverfur úr Applications eftir uppsetningu, þannig að það þarf að afrita InstallESD.dmg áður en að Lion uppsetningin er keyrð.

 

Skref 3:
Opnaðu Disk Utility (sem má finna í Applications/Utilities)

 

Skref 4:
Dragðu InstallESD.dmg af Desktop yfir á hvítu valröndina

Veldu nú annaðhvort DVD eða USB minnislykil eftir því hvernig þú vilt setja upp Lion

[sws_hor_stab width=“0″ height=“0″ contentAnim=“fade“ contentAnimTime=“600″ easing=“easeInBounce“ autoHeight=“true“ autoHeightTime=“407″ autoplay=“false“ autoplayInterval=“4000″ auto=““ buttonsFunction=“slide“ tabSaveState=“false“ tabsAnimTime=“300″ tabsEasing=“easeInQuad“][h_stab_panel title=“DVD“ rel=“dvd“]Skref 5:
Settu tóman skrifanlegan DVD disk í tölvuna. Veldu InstallESD.dmg og svo Burn í tækjastikunni efst.

Skref 6:
Fáðu þér kaffibolla og lestu blað dagsins, og þegar því er lokið þá ætti Lion uppsetningardiskur að vera tilbúinn.
[/h_stab_panel] [h_stab_panel title=“USB minnislykill“ rel=“usb“]InstallESD.dmg skráin er 3.49GB (birtist sem 3.76GB í Snow Leopard) og því nægir að hafa 4GB minnislykil, en þó er ráðlagt að vera með stærri minnislykil til að búa til Lion uppsetningarlykil.

 

Skref 5:
Byrjum á að forsníða (e. format) minnislykilinn svo hægt sé að ræsa tölvuna af honum, og í kjölfarið setja upp Lion á henni.

 

Skref 6:
Tengdu minnislykilinn við tölvuna. Opnaðu Disk Utility og veldu minnislykilinn þar í valröndinni vinstra megin. Veldu svo Partition flipann, og veldu 1 Partition, og og veldu þar Format > Mac OS Extended (Journaled) eins og myndin að neðan gefur til kynna.

Veldu svo Options og passaðu að hakað sé við GUID Partition Table.

Síðan skaltu velja Apply, og Confirm þegar forritið biður þig um það. Þegar þessu verki er lokið þá er hægt að fara í það verk að setja InstallESD.dmg á minnislykilinn.

 

Skref 7:
Veldu nú InstallESD.dmg í valmyndinni vinstra megin og smelltu á Restore flipann. Dragðu „Untitled 1“ yfir í Destination reitinn og smelltu á Restore.

 

Skref 8:
Fáðu þér kaffibolla og lestu blað dagsins, og þegar því er lokið þá ætti Lion að vera tilbúið á USB minnislykli.[/h_stab_panel] [/sws_hor_stab]

Ritstjórn
Author

Write A Comment