Mac OS X LionMac OS X Lion: Ef þú skyldir óttast það að tölvan þín frjósi einhvern tímann í notkun, þá geturðu stillt tölvuna þannig að hún endurræsi sig sjálfkrafa, til að bæta sálarlíf þitt kannski örlítið.

Til að stilla tölvuna þannig skaltu gera eftirfarandi:

1. Smelltu á eplið uppi í vinstra horninu, og veldu System Preferences (einnig er hægt að fara í Applications og velja System Preferences þar, leita að System Preferences í Spotlight.

2. System Preferences skiptist í 5 meginatriði: Personal, Hardware, Internet & Wireless, System og Other. Veldu Energy Saver í Hardware hlutanum (næst efst).

3. Í Energy Saver Þar getur að líta stillingar sem bjóða þér upp á endurræsingu ef tölvan frýs. Mundu að haka við þetta bæði þegar tölvan keyrir á raflhöðu og þegar hún er tengd við rafmagn (Battery og Power Adapter flipar efst)

Ritstjórn
Author

Write A Comment