fbpx
Tag

Sarpur

Browsing

RÚV logoSarpurinn frá RÚV hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var kynntur til sögunnar fyrir liðlega fjórum mánuðum, þar sem áhorfendur geta nú notið dagskrár ríkisútvarpsins óháð stað og tíma.

Forritarinn Dagur (ekkert eftirnafn gefið upp) er einstaklingur sem á mikið lof skilið, en hann tók sig til og einfaldaði aðilum að horfa á efni úr Sarpinum með því að búa til XBMC viðbót fyrir Sarpinn. Með viðbótinni er hægt að horfa á dagskrárliði í sjónvarpinu án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja RÚV vefinn í tölvu til að horaf á dagskrárliði.