fbpx

PlayStationÞað hafa margir lent í því að tengja PS3 við annað sjónvarp og fá þá enga mynd á skjáinn. Vandinn er þá oftast sá að tölvan var tengd við fyrra sjónvarp með HDMI og það síðara með SCART. Oft þegar maður áttar sig á vandanum þá er skaðinn skeður, þannig að ekki er hægt að fara í Settings og breyta myndútganginum. Sem betur fer þá er einföld lausn til við þessu.

Skref 1: Tengdu tölvuna við sjónvarpið. Hafðu slökkt á henni

Skref 2: Haltu Power takkanum inni þangað til þú heyrir eitt píp (ca. 3-5 sekúndur). Passaðu samt að halda takkanum ekki inni of lengi, því þá slekkur tölvan á sér.

Skref 3: Eftir að pípið heyrist, þá núllstillir PS3 myndútgang við þann sem þú ert með tengdan og býður þér að fara í gegnum myndstillingar

Avatar photo
Author

Write A Comment