fbpx

Google PlusÞrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.

Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.

Nokkuð skiljanlega, þá var sérstakt Google+ forrit fyrir Android ekki lengi að detta inn, og nú geta iPhone eigendur tekið gleði sína á ný, því Google+ fyrir iOS var samþykkt af Apple og er nú komið í App Store. Forritið er þó eingöngu fyrir iPhone, og þ.a.l. þá geta iPad og iPod Touch ekki nýtt sér það enn sem komið er. Vonandi verður leyst úr því fyrr heldur en síðar.

 

Google+ [App Store]

Avatar photo
Author

Write A Comment