fbpx

Google TalkGoogle Chrome: Þótt Facebook spjallið sé eflaust vinsælasta aðferð einstaklinga til að spjalla við vini og vandamenn, þá eru þó nokkrir sem nota Google Chat (einnig oft kallað Google Talk eða Gmail Chat meðal notenda) til að eiga samskipti við aðra aðila. Google Chat hefur það umfram Facebook að maður getur notað það sem hefðbundið IM spjall, en einnig notað það í hljóð- og/eða myndsamtöl við aðra (athugið þó að Facebook hefur boðað samstarf við Skype, þannig að það ætti að vera einhver breyting á því á næstunni).

Að neðan má viðbót fyrir Chrome, sem býður manni upp á að hafa Google Chat opið óháð því hvort að Gmail glugginn sé opinn hjá manni eða ekki, og birtir raunar Google Chat í þeim glugga sem er opinn hverju sinni.

Gtalklet heitir viðbótin sem þú þarft að ná í ef þú hefur áhuga á þessu. Þegar hún hefur verið sett upp, þá skaltu fara í stillingarnar á Gtalklet (ferð í Extension Manager og þar býðst þér að fara í stillingar fyrir Gtalklet) og slá inn notendanafnið og lykilorðið þitt á Gmail reikningnum þínum. Þegar því er lokið þá skaltu endurræsa Chrome, því annars getur verið að allt virki ekki alveg 100%.

Eftir að þú hefur sett upp Gtalklet, þá geturðu leitað að tengiliðum og byrjað að spjalla. Ef einhver byrjar að spjalla við þig þá færðu tilkynningu niðri í vinstra eða hægra horninu (velur eftir smekk) og getur þá séð skilaboðin.

Gtalklet (Chrome Web Store)

Avatar photo
Author

Write A Comment