fbpx

iOS - 6.1.1

Apple hefur gefið út iOS 6.1.1 fyrir iPhone 4S.

Með uppfærslunni þá lagaði Apple vandamál varðandi 3G tengingu iPhone 4S eigenda, en hún olli því að símfyrirtæki víða um heim mældu gegn því að viðskiptavinir sínir myndu uppfæra símana sína. Með iOS 6.1.1. þá eru öll slík vandamál úr sögunni.

Hægt er að sækja uppfærsluna í iTunes eða á tækinu sjálfu með því að fara í Settings > General > Software Update.

Jailbreak áhugafólk getur uppfært sína símana, því að Evasi0n jailbreak-ið virkar einnig á iOS 6.1.1.

Avatar photo
Author

Write A Comment