fbpx

Þessi færsla var síðast uppfærð 10. september 2020

Windows/Mac: Til að stofna bandarískan Apple aðgang þá þarftu að vera með iTunes í tölvunni, þannig að Linux notendur eru því miður úti í kuldanum. Þeir sem eru ekki með iTunes á Windows geta sótt það hér: https://www.apple.com/itunes/, en Mac notendur geta opnað App Store forritið.

1. Opnaðu iTunes (Windows) eða App Store (Mac). Ef þú ert í iTunes þá skaltu finna ókeypis sjónvarpsþátt, en á Mac þá dugir að sækja ókeypis forrit.

Ath! Það er mikilvægt að byrja á því að sækja fyrst ókeypis þátt eða forrit, en ekki byrja á nýskráningu. Ég veit ekki af hverju, en þannig er það bara.

2. Smelltu á Create New Account

3. Smelltu á Continue

4. iTunes skilmálur. Skrunaðu hratt yfir þá eins og 98% notenda gera og samþykktu skilmálana.

5. Smelltu aftur á Continue.

6. Sláðu nú inn netfang, lykilorð, öryggisspurningu og afmælisdag. Smelltu svo á Continue.

7. Nú er þér boðið að velja greiðslumáta. Nú skaltu velja None, sem er lengst til hægri. Sumum hættir til að velja PayPal, af því þeir eru með íslenskan PayPal reikning, en þeir virka ekki.

8. Mikilvægt! Nú ertu beðin/n um að slá inn heimilisfang og símanúmer í Bandaríkjunum. Annaðhvort geturðu flett upp einhverri búð eða fyrirtæki, og slegið inn þær upplýsingar, eða fengið heimilisfang og upplýsingar af handahófi frá síðum á borð við Real USA Address.

9. Að þessu búnu þá ertu beðinn um að staðfesta reikninginn, og færð staðfestingarpóst sendan frá Apple. Fáðu þér eitt vatnsglas eða kaffibolla til öryggis, og kíktu svo á tölvupóstinn þinn, því nú ætti staðfestingarpósturinn að vera kominn (tekur stundum nokkrar mínútur).

10. Opnaðu tölvupóstinn og smelltu á tengilinn í honum til að virkja reikninginn. Ef þú sérð engan póst, kíktu þá í ruslpóstinn, og kannaður hvort pósturinn frá Apple leynist þar.

11. Tengillinn í tölvupóstinum fer með þig á síðu Apple, sem biður þig um að skrá þig inn til að staðfesta að þú sért með þennan reikning.

12. Ef allt gekk að óskum þá ættirðu núna að vera kominn með bandarískan Apple reikning.

Avatar photo
Author

13 Comments

  • Við notuðum leiðbeiningarnar fyrir minna en tveimur vikum til að stofna App Store reikning, þannig að þær ættu að virka. 

   Lykilatriðið er að byrja að reyna að sækja ókeypis forrit, en ekki gera „Create account“ án þess að reyna að sækja forrit.

 1. Eg er ekki ad na ad gera tetta i Ipad. Var buin ad stofna islenskan adgang og fae ekki valmoguleika um ad nota annan adgang. Ef eg reyni ad stofna nyjan adgang i stillingum tharf eg kredidkort.

  • Já, við höfum heyrt af notendum sem hafa lent í svipuðu. Hefurðu prófað að fara í aðra tölvu og reyna þar?

   • Takk fyrir svarið. Já þetta tókst með því að setja upp Itunes í pc tölvunni 🙂

 2. þarftu samt ekki áfram að vera með amerískt kreditkort til að borga Hulu Plus áskrift ?

  • Apple TV eigendur geta a.m.k. borgað fyrir Hulu Plus áskriftina sína í gegnum itunes reikninginn sinn. Höfum ekki kannað hvort sami möguleiki sé til staðar í Hulu Plus forritinu.

 3. Ég get ekki valið none þegar ég fæ upp greiðsluvalmöguleikana. Hvað get ég gert?

  • Það gerist stöku sinnum. Oftast leysist það með því að prófa nokkrum dögum síðar eða reyna úr annarri tölvu. Getur haft samband í gegnum fyrirspurnakerfið ef þú þarft aðstoð við uppsetningu á reikningi.

 4. Hæ þegar ég ætlaði að fara horfa Apple tv þa komst eg ekki inn;( að eg setti það upp án árangurs eg komst ekki í location hvað er til ráða ?

 5. Rut Martine Unnarsdóttir Reply

  Er þetta ennþá að virka hjá einhverjum? Fæ þetta ekki til að virka hjá mér :/

  • Já þetta ætti ennþá að virka. Það gerist stundum að „None“ birtist ekki sem greiðsluaðferð, og þá virkar oft að prófa á öðru tæki, eða jafnvel bara sólarhring síðar.

   Getur sent okkur línu í gegnum fyrirspurnaformið á einstein.is/hafa-samband ef þú þarft frekari aðstoð 🙂

   • Rut Martine Unnarsdóttir Reply

    það birtist alveg, en þegar ég er búin að fylla allt út og ýti á create apple id þá kemur bara upp melding um að ég eigi að hafa samband við itunes support :/

Write A Comment