fbpx

Ef þú ert með mörg netföng sem þú þarft alltaf að kanna reglulega (t.d. persónulegt netfang, skóla og/eða vinnu) þá er mjög þægilegt að geta sameinað þetta allt í eitt stórt pósthólf. Með Gmail er þetta mögulegt, og þú ert innan við 5 mínútur að koma þessu upp.

Að neðan er leiðarvísir sem skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er að stilla Gmail-ið þannig að það geti sótt póst frá öðrum póstþjónum, en sá síðari er svo þú getir einnig sent póst frá því netfangi sem þú innlimar í Gmail.

1. Farðu í Stillingar (eða Mail Settings ef þú ert með Gmail á ensku).

2. Því næst skaltu velja Reikningar (Accounts flipinn, ef Gmail er á ensku).

3. Í reikningum skaltu finna „Ná í póst af öðrum reikningum“  og veldu Bæta póstreikningi við.

4. Sláðu inn netfangið sem þú vilt að Gmail sæki póstinn úr og smelltu svo á Næsta skref.

5. Nú þarftu að slá inn notendanafnið þitt og lykilorð. Hér þarftu líka að setja inn póstþjón (t.d. imap.hi.is ef þú ert nemandi eða starfsmaður Háskóla Íslands). Einnig standa þér nokkrar stillingar til boða varðandi netfangið sem þú ert færa inn í Gmail. Farðu yfir þær og haltu svo áfram. Stillingarnar sem boðið er upp á eru svohljóðandi:

> „Skilja eftir afrit af pósti sem náð hefur verið í á netþjóninum.“ –  Ef þú hakar ekki við þetta, þá eyðir Gmail póstinum af vefþjóninum, þannig að ef þú ætlar að kíkja á póstinn á þeim stað sem þú gerir venjulega, þá muntu ekki sjá neitt nema tómt pósthólf. Þegar ég stilli þetta hjá mér þá haka ég almennt við þetta.

> „

> „Flokka nýjan póst: netfangið@þitt.com“ – Mæli með að þú hakir við þetta, því þá geturðu skoðað allan póst sem berst á þau netfang með auðveldum hætti.

> „Setja nýjan póst í geymslu (sleppa pósthólfinu)“ – Ef þú skráir þig inn á Gmail, skoðar pósthólfið og skráir þig út, ekki haka þá við þetta.

 

6. Ef allt gekk að óskum þá ættirðu að sjá skilaboðin „Nú geturðu náð í póst af þessu netfangi.Viltu líka geta sent póst sem netfangið@þitt.com?“. Ef þú vilt geta gert það þá höldum við áfram.

7. Upplýsingarnar þínar ættu að vera inn í reitunum, en ef ekki þá skaltu fylla út nafn og netfangið sem þú vilt geta sent frá. Smelltu svo á Næsta skref.

8. Nú velurðu hvort þú viljir senda póstinn í gegnum vefþjóna Gmail eða vefþjónana frá þjónustuaðilanum þínum. Smelltu svo á Bæta reikningi við.

> Auðveldara er að nota vefþjóna Gmail til að senda póst.

> Ef þú velur SMTP, þá þarftu að slá inn notendanafn og lykilorð á netfanginu, og setja inn póstþjóninn sem þú ert að bæta við.

9. Eftir að þú smellir á Bæta reikningi við, þá færðu póst sendan frá Gmail til að ganga úr skugga um að þú sért eigandi viðkomandi netfangs, og biður þig um að staðfesta auðkenni þitt. Eftir að því er lokið þá sent póst bæði með Gmail netfanginu þínu og, svo dæmi sé tekið, háskólanetfanginu þín.

 

 

Avatar photo
Author

4 Comments

  1. Sælir,

    ég gerði þetta s.s ég addaði öðrum gmail account á hinn gmail accountin minn og hakaði við:
    x Always use a secure connection (SSL) when retrieving mail.
    x Label incoming messages: 
    en eitt sem ég skil ekki er þegar ég refreshaði innhólfið að þá kom upp nýji aðgangurinn undir labels þar sem ég gat skoðað innhólfið á þeim reikningi en þegar ég fór í inboxið á hinum reikningum að þar kom sum email af hinum reikningnum þar einnig. Veistu hvernig stendur á þessu? eina sem ég gerði síðan var að færa þau skilaboð sem voru á vitlaustum stað yfir á hitt labelið

    • Er að spá hvort ég skilji þetta rétt. Ertu að sjá tölvupósta á, köllum það adalmail@gmail.com þegar þú loggar þig inn á aukamail@gmail.com?
       Eða ertu að velta fyrir þér af hverju póstar úr „aukamail“ séu að birtast í Inboxinu á aðalmail, en ekki bara í label-inu?

      • Já það er rétt, ég addaði aukamail@gmail.com við  adalmeil@gmail.com og ég fékk undir labels : aukamail@gmail.com, þar fékk ég mest af þeim pósti sem var í því innhólfi en nokkur skilaboð komu einnig í inhólfið á adalmeil.com er það eitthvert stillingaratriði sem fór framhjá mér? eða einhver bögger í importinu?

        • Ef þú ferð í Filters, þá ættirðu að geta endurskoðað filterinn sem lætur nýja póstinn fara á label-ið sem þú bjóst við.

          Einn af kostunum þar er „Skip Inbox“. Hakaðu við það, ef þú vilt ekki að póstur á „aukamail“ komi í innhólfið á aðalnetfanginu þínu.

Write A Comment