fbpx
Tag

Gmail

Browsing

Tölvupóstþjónustan Gmail fagnar nú níu ára afmæli sínu. Þjónustan er stærsta svokallaða „20% verkefni“ sem Google hefur sent frá sér, en fyrirtækið leyfir starfsfólki sínu að verja þeim tíma til að vinna að verkefnum að eigin vali.

Aðrar vinsælar þjónustur sem eru runnar undan rifjum Innovation Time Off eins og fyrirbærið kallast eru Google News og Google AdSense.

Gmail tölvupóstþjónustan frá Google er með þeim öflugri sem netið býður upp á í dag. Meira en 7GB af geymsluplássi ókeypis, auk þess sem engin þörf er á að flokka póstinn (þótt við mælum samt með því upp á skipulagið). Margir sem byrja að nota Gmail, snúa aldrei aftur í tölvupóstforrit á tölvunum sínum, heldur skrá sig einungis inn í póstinn sinn á  gmail.com.

Margir vita samt ekki að Gmail býður upp á fjölmargar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts), og þær gera Gmail enn öflugra.

Sparrow iPhone

Tölvupóstforritið Sparrow hefur notið nokkurra vinsælda meðal Mac notenda, en það býður upp á einfalt og þægilegt viðmót, og er léttara í keyrslu heldur en Apple Mail. Útgáfa fyrir iPhone og iPod Touch lenti í App Store í gær.

MailtoLinks Chrome Gmail

Einhverjir Chrome notendur kunna að hafa séð þessa litlu stiku efst í skjáborðinu einhvern tímann í liðinni viku. Þessi skilaboð marka ákveðin tímamót í sögu Google Chrome, því nú styður hann loksins opnun netfangstengla í Gmail, í staðinn fyrir að reyna að opna Outlook, Mail eða eitthvað annað tölvupóstforrit sem er uppsett á tölvunni.

Google Chrome: Ef þú ert að fara út í bústað eða á einhvern stað þar sem þú verður ekki í netsambandi, þarft svara nokkrum tölvupóstum en vilt ekki notast við tölvupóstforrit á borð við Microsoft Outlook, Mozilla Thunderbird eða Apple Mail, þá Gmail Offline sem þú mættir skoða.

Gmail Offline er ókeypis Google Chrome forrit sem er ætlað aðstæðum sem þessum, þ.e. lestur og skrif tölvupósta án nettengingar. Forritið er gert með  HTML5 tækni, og byggir á Gmail vefforritinu fyrir spjaldtölvur, sem er ætlað að virka óháð því hvort maður sé nettengdur eður ei.

Hvað tölvupóstþjónustu mælum við með? Gmail. Gmail og aftur  Gmail. Af hverju? Hérna eru 10 ástæður.

Gmail Labs, eða „Tilraunir“, eins og Google kallar það í íslensku útgáfunni af Gmail, eru eiginleikar sem eru á prófunarstigi hjá Google, sem notendum gefst kostur á að prófa áður en þeim er hent út, eða eru innlimaðir í kerfið endanlega.

Til að virkja Gmail Labs (Tilraunir) þá skaltu fara í Mail Settings og velja flipann sem er merktur „Tilraunir“. Hérna koma tillögur að nokkrum sem vert er að virkja.

Gmail: Ég nota Gmail-ið mitt oft sem nokkurs konar skráarsafn, þannig að ég sendi skjöl á sjálfan mig með viðhengi, án þess að nokkur texti sé í meginmáli. Sama á við ef maður sendir tölvupóst á annan aðila til að spyrja einfaldrar spurningar, þar sem titill pósts er eini textinn. Í þessum tilvikum þá er nokkuð pirrandi að fá eftirfarandi skilaboð á skjáinn þegar maður smellir á Senda:

iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr. 10 ástæður fyrir því að þú ættir að nota Gmail og leiðarvísinn til að stjórna mörgum netföngum með Gmail). 2.nóvember síðastliðinn þá kom Gmail forrit frá Google í App Store, en var kippt út eftir mjög stuttan tíma þar sem villa var í forritinu varðandi tilkynningar  (e. push notificiations).

Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.

Þegar maður kynnir fólk fyrir Google, þá er það almennt út af Gmail þjónustunni þeirra, Google Calendar eða Google Reader. Ég er stundum spurður frá fólki sem notar aðrar þjónustur (einkum Hotmail) af hverju ég noti Gmail. Mitt svar við því, er að ég vissi raunar ekki sjálfur hversu óánægður ég var með Hotmail-ið mitt þangað til ég byrjaði að nota Gmail fyrir einum 6 árum. Hér koma 10 ástæður sem mæla með notkun Gmail.