fbpx

Photofon sýnir þér myndir á TwitteriOS: Fyrir um það bil mánuði síðan þá gaf Naan Studio út nýtt forrit, Photofon, sem hefur þann tilgang einan að sýna þér myndir þeirra sem þú fylgir á Twitter deila. Fyrirtækið Naan Studio er einna þekktast fyrir að hafa gert hið geysivinsæla Twitter forrit Echofon, sem er til fyrir iPhone, Mac, Windows og Firefox.

Photofon birtir myndir sem deilt er á Instagram, Img.ly, Twitpic (sem við mælum gegn því að fólk noti) Flickr og Yfrog. Ekki er boðið upp á mikla möguleika þegar forritið er notað, nema þá að bæta því við í Favorites eða Retweet-a því.

 

Photofon

 

Þeir hjá Naan Studio lýsa forritinu með eftirfarandi eftirfarandi hætti:

Photofon for iPhone is the easiest way to browse photos from your Twitter timeline. We strip out all the boring stuff and just show you the tweets with photos!

Photofon (Verð: Ókeypis)

Avatar photo
Author

Write A Comment