fbpx

Friðhelgi einkalífs er eitt af forgangsmálum Apple, og barátta fyrirtækisins við bandarísku alríkislögregluna fyrir rúmu ári er mörgum að góðu kunn. Í því máli ætlaði Apple að láta reyna á það fyrir dómi hvort því væri skylt að veikja öryggiskerfi iOS svo sérfræðingar FBI gætu nálgast gögn í þeim við rannsókn mála.

Dómari í Virginíufylki í Bandaríkjunni úrskurðaði árið 2014 að lögreglan gæti þvingað meinta afbrotamenn til að aflæsa símum símum með fingrafari sínu á iOS tækjum með Touch ID. Í febrúar 2016 staðfesti alríkisdómari svo þessa heimild lögregluyfirvalda. Áhugavert þykir að það er ekki hægt að þvinga aðila til að slá inn aðgangskóða í iOS tæki (e. passcode).

Í sjöttu betaútgáfu af iOS 11, sem kom út í síðustu viku, kemur nýr eiginleiki sem gerir notendum kleift að afvirkja (e. disable) Touch ID með því að ýta fimm sinnum hratt á Power/Sleep/Mute hnappinn. Þegar það er gert þá kemur skjár sem býður notanda að hringja í neyðarlínuna, og neyðir notanda til að slá inn aðgangskóða sinn til að komast aftur í tækið.

Hvenær verður næsti iPhone kynntur?

Undanfarin ár þá hefur Apple kynnt nýjustu kynslóð af iPhone annaðhvort fyrsta eða annan þriðjudag í september. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum fjarskiptafyrirtækjum þá verður viðburðurinn þriðjudaginn 12. september á þessu ári.

Apple mun líklega gera breytingu á vörulínu sinni og kynna þrjár gerðir af iPhone. Annars vegar munum við sjá framhald af núverandi vörulínu (iPhone 7S og 7S Plus) sem munu kosta frá $649 og $769.

Hins vegar verður ný gerð af iPhone kynnt til sögunnar, sem hefur ýmist verið kölluð iPhone Pro, iPhone 8 eða iPhone X í fréttum af tækinu, og er talið að sá muni kosta frá $999 vestanhafs, eða frá 159.990 hérlendis ef við skoðum hlutfall af verði iPhone 7 Plus vestanhafs og hérlendis (athugið að þetta eru eingöngu getgátur um verð á tækinu hérlendis).